Vertu með í gönguhópi Fjallasólar

Glymur og Hvammsvík

Nú ætlar gönguhópur Fjallasólar að gera vel við sig! Þetta er combo sem getur ekki klikkað, skemmtileg ganga að Glym og slökun í sjóböðunum í Hvammsvík! Þátttakendur sem eru skráðir í gönguhóp Fjallasólar þurfa einungis að greiða aðgangamiða í Hvammsvík en engu að síður er mikilvægt að skrá sig í gönguna hér á síðunni.

Upplýsingar:

 • Dagsetning: 16. júní 2024
 • Klukkan: 10:00 frá bílastæðinu við Glym
 • Vegalengd: 7 km og um 400 m hækkun
 • Heildartími: 4 klst ganga og 1,5 klst slökun í Hvammsvík

Innifalið í verði:

 • Ganga upp Glym í skemmtilegum hóp
 • Aðgöngumiði í Hvammsvík

10.900 kr.14.900 kr.

Ferðalýsing

Gangan hefst klukkan 10:00 frá bílastæðinu við Glym, sjá nákvæma staðsetningu á bílastæði hér: https://goo.gl/maps/tJLDgTmmzP8tbgVVA.

Gangan er um 8 km löng með um 400 metra hækkun. Göngutími er um 4 tímar. Ég mæli með góðum gönguskóm, gott að hafa stuðning við ökklann og alltaf gott að hafa göngustafi. Gengið er svolítið uppá við og það er bratt á köflum. Þegar komið er upp á topp þarf að fara yfir á og því mikilvægt að hafa vaðskó/utanvegarskó til að vaða í með.

Eftir gönguna förum við saman í Hvammsvík og fáum okkur smá að borða áður en við slökum á í sjóböðunum. Endilega skoðið matseðil Hvammsvíkur hér: https://hvammsvik.com/eat-and-drink/ og skráið ykkar óskir eftir skráningu hér: https://forms.gle/P2yfCZQvwF8itufX7

Sjóböðin í Hvammsvík, Hvalfirði samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu, gufu og útisvæði til slökunnar. Neðstu laugarnar birtast og hverfa til skiptis í flóði og fjöru og er upplifunin því síbreytileg eftir tíma dags. Öll böðin eru náttúrulaugar þar sem 90 gráðu heitu jarðvarmi af svæðinu er blandað saman við sjóinn. ​

Við kaupin fáið þið sent upplýsingaskjal um gönguna en endilega skráið ykkur einnig í Facebook hóp Fjallasólar til að fylgjast með upplýsingaflæði. Ef veðurspá er óhagstæð eða annað kemur uppá getur dagskráin breyst. Notast er við Facebook hóp Fjallasólar til að miðla öllum upplýsingum. Það er á ábyrgð þátttakenda að fylgjast með upplýsingaflæði.

Hlakka til að sjá ykkur!

 

Athugið

 • Þátttakendur verða að koma sér sjálfir á staðinn en endilega sendið skilaboð ef ykkur vantar far, við reynum alltaf að sameina í bíla.
 • Miðað er við að þátttakendur séu á aldrinum 18-45 ára
 • Ekki er gert ráð fyrir börnum í Gönguhópi Fjallasólar
 • Fjallasól áskilur sér rétt til að aflýsa göngum ef ekki næst lágmarks þátttaka.
 • Fjallasól áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs)
 • Endilega kynnið ykkur skilmála Fjallasólar fyrir kaup á ferð/námskeiði

Skráðu þig í Facebook hóp Fjallasólar

Dagskrá Fjallasólar 2024