Kíktu á dagskrá Fjallasólar neðst á þessari síðu!
Fjallasól
Fjallasól er gönguhópur fyrir ungar konur sem vilja ganga fjölbreyttar leiðir í skemmtilegum hóp. Vilt þú byrja að ganga aftur eftir meðgöngu eða finna hóp af konum með sama áhugamál og þú? Þá er þessi gönguhópur fyrir þig!
Göngurnar fara flestar fram í nágrenni Reykjavíkur og miðað er við að ganga að lágmarki 1x í mánuði. Erfiðleikastigið er auðvelt til miðlungserfitt. Fyrirkomulagið hentar sérstaklega vel fyrir þær sem vilja hafa dagskránna sveigjanlega og án skuldbindingar.
Það er velkomið að koma og prófa að ganga með gönguhópi Fjallasólar. Endilega hafið samband í gegnum Instagram, Facebook eða tölvupóst ef ykkur langar að prófa.
Fyrirkomulag
Miðað er við að ganga saman að lágmarki 1x í mánuði. Styttri göngur eru vanalega á dagskrá á fimmtudagskvöldum klukkan 19 eða 20 en lengri göngur fara fram á laugardags- eða sunnudagsmorgnum klukkan 9 eða 10.
Endilega skráið ykkur í Facebook hóp Fjallasólar til að fylgjast með næstu göngum og upplýsingaflæði. Ef veðurspá er óhagstæð eða annað kemur uppá getur dagskráin breyst. Notast er við Facebook hóp Fjallasólar til að miðla öllum upplýsingum. Það er á ábyrgð þátttakenda að fylgjast með upplýsingaflæði.
ATHUGIÐ
- Þátttakendur verða að koma sér sjálfir á staðinn
- Miðað er við að þátttakendur séu á aldrinum 18-45 ára
- Ekki er gert ráð fyrir börnum í Gönguhópi Fjallasólar
- Fjallasól áskilur sér rétt til að aflýsa göngum ef ekki næst lágmarks þátttaka.
- Fjallasól áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs)