Sjá lausar dagsetningar hér að neðan

Burðarpokaleiga

Nú býður Fjallasól upp á leigu á burðarpokum sem gefur ykkur tækifæri á að prófa að ganga með börnin ykkar á bakinu í hágæða burðarpoka. Það verða þrír mismunandi pokar til leigu í sumar, hér að neðan má lesa smá texta um burðarpokana ásamt verðskrá.

Ef þið hafið áhuga á því að leigja burðarpoka getið þið kíkt á dagatalið hér að neðan og séð hvort ykkar dagsetningarnar séu lausar. Að því loknu setjið þið tímabilið (helgi, vika eða 2 vikur) í körfu hér á síðunni og setjið dagsetningarnar inn í athugasemd eða “order notes” við kaupin.

Þátttakendur í Með barnið á bakinu og Framhaldshópi fá að prófa burðarpokana á námskeiðunum og því er ekki hægt að leigja burðarpoka á meðan á námskeiði stendur.

Við kaupin fáið þið sent upplýsingaskjal með upplýsingum um hvar er hægt að nálgast burðarpokann sem þið leigðuð. Athugið að aðeins er hægt að sækja burðarpokann á höfuðborgarsvæðinu.

3.500 kr.7.500 kr.

Burðarpokar til leigu

Thule Sapling

Burðarpokinn er fyrst of fremst þekktur fyrir að veita barninu góða setstöðu og fótastuðning til að hámarkar þægindi við öll ævintýri.

Upplýsingar og aukahlutir

 • Þyngd burðarpoka: 3,2 kg
 • Geymslupláss: 22 L (léttur bakpoki fylgir einnig með)
 • Hámarks burðarþyngd: 22 kg
 • Aukahlutir: UPF 50 sólskyggni og regnplast
 • Aldur: 6 mánaða – 3 ára
 • Stillanlegt bak fyrir foreldri og mjaðmabelti með góðri bólstrun
 • Stillanlegt sæti fyrir barn
 • Hægt er að nota vatnspoka með burðarpokanum
 • Pokinn er gerður úr PFC lausum efnum og endurunnu pólýester

Little Life – Adventurer S2

Burðarpokinn er einn sá léttasti á markaðinum og einstaklega þægilegt að bera hann. Hann hentar einnig mjög vel í ferðalög þar sem það er hægt að pakka honum vel saman.

Upplýsingar og aukahlutir

 • Þyngd burðarpoka: 1,9 kg
 • Geymslupláss: 12 L 
 • Hámarks burðarþyngd: 20 kg
 • Aldur: 6 mánaða – 3 ára
 • Stillanlegt bak fyrir foreldri og þægilegt mjaðmabelti
 • Stillanlegt sæti fyrir barn

Osprey Poco Plus

Vandaður barnaburðarpoki frá Osprey þar sem að öryggi og þægindi eru í fyrirrúmi. Auðstillanlegur bæði fyrir foreldra og barn svo að foreldrarnir geta skipst á að nota pokann.

Upplýsingar og aukahlutir

 • Þyngd burðarpoka: 3,6 kg
 • Geymslupláss: 24 L 
 • Hámarks burðarþyngd: 22 kg
 • Aukahlutir: UPF 50 sólskyggni og regnplast
 • Aldur: 6 mánaða – 3 ára
 • Stillanlegt bak fyrir foreldri og stillanlegt mjaðmabelti
 • Stillanlegt sæti fyrir barn
 • Hægt er að nota vatnspoka með burðarpokanum

Tímabil

Á dagatalinu hér að neðan getið þið séð hvort ykkar dagsetningarnar séu lausar. Ef burðarpokinn er í útleigu er það merkt með viðeigandi lit á dagatalinu. Ef það er enginn litur yfir dagsetningunum eru pokarnir lausir.

Vinsamlega setjið dagsetningarnar sem þið óskið eftir að leigja burðarpokann inn í athugasemd eða “order notes” við bókunina.

Thule Sapling

Little Life

Osprey Poco Plus