FJALLASÓL

Næstu göngur eru í maí 2024

Fjallasól er gönguhópur fyrir konur sem vilja ganga alls konar leiðir með skemmtilegum hópi kvenna. Skráning í göngur er opin fyrir allar þær sem hafa áhuga!

Gönguhópur Fjallasólar er opinn öllum konum og hentar sérstaklega vel fyrir þær sem vilja hafa dagskránna sveigjanlega og án skuldbindingar. 

Göngurnar fara flestar fram í nágrenni Reykjavíkur og fyrir göngurnar hittumst við sameinum í bíla til að minnka umhverfisspor og þétta hópinn.

Fyrirkomulag

Miðað er við að ganga 2x í mánuði, sjá nánari dagskrá hér að neðan.

Ef veðurspá er óhagstæð eða annað kemur uppá getur dagskráin breyst. Notast er við Sportabler og Facebook hóp Fjallasólar til að miðla öllum upplýsingum. Það er á ábyrgð þátttakenda að fylgjast með upplýsingaflæði.

Skráning í gönguáskrift

Skráning í göngur með Fjallasól er óhefðbundin að því leiti að ekki er um námskeið að ræða. Ef þig langar að taka þátt getur þú skráð þig í Sportabler hópinn þér að kostnaðarlausu.

Það er frítt að skrá sig í Sportabler hópinn en inni í appinu er hægt að skrá sig í stakar göngur og greiða viðburðargjald. Mikilvægt er að vera með Sportabler appið í símanum til að geta skráð sig í göngurnar.

Hér að neðan má sjá dagskrá Fjallasólar

Endilega fylgist einnig með í Facebook hópi Fjallasólar.