Göngur hefjast á nýjan leik í maí

Fjallasól

Fjallasól er gönguhópur fyrir konur sem vilja ganga fjölbreyttar leiðir í skemmtilegum kvennahóp. Það ættu allar að finna eitthvað við sitt hæfi! 

Vilt þú koma þér í fjallgönguform eftir meðgöngu eða finna þér skemmtilegan hóp til að ganga með? Þá er þessi gönguhópur fyrir þig! Göngurnar fara flestar fram í nágrenni Reykjavíkur og miðað er við að ganga að lágmarki 2x í mánuði. Fyrirkomulagið hentar sérstaklega vel fyrir þær sem vilja hafa dagskránna sveigjanlega og án skuldbindingar.

Fyrir göngurnar hittumst við reynum að sameina í bíla til að minnka umhverfisspor og þétta hópinn.

1.500 kr.

Fyrirkomulag

Miðað er við að ganga saman að lágmarki 2x í mánuði, vanalega tvö fimmtudagskvöld og einn laugardags-/sunnudagsmorgunn. Skráning í göngur fer fram með því að kaupa viðeigandi göngu hér á síðunni. Hægt er að skrá sig í staka göngu eða velja nokkrar göngur í einu og setja í körfu.

Við kaupin fáið þið sent upplýsingaskjal en endilega skráið ykkur einnig í Facebook hóp Fjallasólar til að fylgjast með upplýsingaflæði. Ef veðurspá er óhagstæð eða annað kemur uppá getur dagskráin breyst. Notast er við Facebook hóp Fjallasólar til að miðla öllum upplýsingum. Það er á ábyrgð þátttakenda að fylgjast með upplýsingaflæði.

Dagskrá 2024

Hér að neðan má sjá dagskrá Fjallasólar vor/sumar 2024

Maí

  • 5. maí - Úlfarsfell

 

ATHUGIÐ

  • Þátttakendur verða að koma sér sjálfir á staðinn
  • Fjallasól áskilur sér rétt til að aflýsa göngum ef ekki næst lágmarks þátttaka.
  • Fjallasól áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs)

Skráðu þig í Facebook hóp Fjallasólar