Göngur hefjast í maí 2025!

Framhaldshópur

Langar þig til þess að halda áfram að ganga með barnið í burðarpoka í skemmtilegum hóp? Vertu með í framhaldshóp Með barnið á bakinu!

Í framhaldshóp Með barnið á bakinu getur þú tekið þátt í öllum þeim göngum sem verða á dagskrá í sumar með barnið þitt í burðarpoka! Göngurnar eru líkt og áður, þægilegar frá 2-5 km að lengd eða frá 40 mínútum upp í 1,5 klst. Markmiðið með framhaldshópnum er að hvetja ykkur til að halda áfram að ganga með börnin ykkar í burðarpoka eftir að byrjendanámskeiði líkur.

11.900 kr.

Only 4 left in stock

Aldursbil

1 mánaða – 3 ára

Göngutími

1-2 klst

Erfiðleikastig

Auðvelt

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Innifalið

Göngur og leiðsögn.

P

Athugið

Þátttakendur verða að útvega sér burðarpoka sjálfir hvort sem það er magapoki framaná eða göngupoki á bakið.

Fyrirkomulag

í vor/sumar verður Fjallasól með að lágmarki 6 göngur fyrir foreldra/forsjáaðila sem vilja ganga með börnin sín í burðarpoka. Nú gefst ykkur sem hafið klárað byrjendanámskeið Með barnið á bakinu að taka þátt í þessum göngum með því að skrá ykkur í framhaldshópinn. Eftir að þið hafið skráð ykkur í hópinn mun ykkur berast tölvupóstur með upplýsingaskjali sem mig langar að biðja ykkur um að fylla út og tengil á facebook hóp framhaldshópsins.

Dagskrá 2025

Göngurnar eru um 2-5 km að lengd og taka frá 40 mínútum upp í 1,5 klst.  Þær fara fram kl 10:00 á miðvikudagsmorgnum, hér eru nákvæmar dagsetningar:
Maí
  • 14.maí - 10:00-12:00
  • 21.maí - 10:00-12:00
  • 28.maí - 10:00-12:00
Júní
  • 4.júní - 10:00-12:00
  • 11.júní - 10:00-12:00
  • 18.júní - 10:00-12:00
 

Ef veðurspá er óhagstæð getur verið að það þurfi að færa gönguna um dag.

 

VERÐ

  • 9500 kr. fyrir 1 fullorðinn + barn

ATHUGIÐ

  • Þátttakendur verða að koma sér sjálfir á staðinn
  • Þátttakendur verða að útvega sér burðarpoka sjálfir hvort sem það er magapoki framaná eða göngupoki á bakið.
  • Fjallasól áskilur sér rétt til að sameina námskeið ef ekki næst lágmarks þátttaka.
  • Fjallasól áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs)
  • Endilega kynnið ykkur skilmála Fjallasólar fyrir kaup á ferð/námskeiði

Myndir frá námskeiðum