Næstu námskeið hefjast í maí 2025!

Með Barnið á Bakinu

Langar þig til þess að ganga með barnið í burðarpoka en veist ekki alveg hvar á að byrja?
Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Á námskeiðinu verður farið í þrjár göngur í nágrenni Reykjavíkur. Göngurnar eru þægilegar frá 2-5 km að lengd og henta byrjendum vel. Markmiðið með námskeiðinu er að hjálpa þér að taka skrefið með barnið á bakinu þannig að öll njóti sín. Áhersla verður lögð á bros en ekki vegalengdir eða þol. Í fyrri námskeiðum hafa myndast þéttir hópar af foreldrum með sama áhugamál sem gerir upplifunina ennþá betri.

This product is currently out of stock and unavailable.

Aldursbil

1 mánaða – 3 ára

Göngutími

1-2 klst

Erfiðleikastig

Auðvelt

Staðsetning

Höfuðborgarsvæðið

Innifalið

Fræðsla, Þrjár göngur og leiðsögn.

P

Athugið

Þátttakendur verða að útvega sér burðarpoka sjálfir hvort sem það er magapoki framaná eða göngupoki á bakið.

Fyrirkomulag

Boðið er uppá fræðslufund í byrjun þar sem farið verður yfir helstu þætti sem gott er að kunna skil á í göngum með barni t.d val á búnaði, tækni og stillingar sem gott er að hafa í huga varðandi burðarpoka, undirbúning, næringu, hvar við finnum upplýsingar um leiðir og fleira. Eftir fræðslufundinn verður farið í þrjár göngur yfir mánuðinn. Saman munum við byrja rólega og smám saman færa okkur í aðeins lengri göngur. Við byrjum á jafnsléttu, fáum tilfinningu fyrir burðarpokanum og leyfum börnunum jafnframt að kynnast pokanum. Við tölum saman um helstu atriði sem gott er að hafa í huga, deilum ráðum og höldum hópinn.

Fyrir hverja?

  • Foreldra/forráðamenn sem hafa aldrei gengið með barnið sitt í burðarpoka en langar að prófa
  • Foreldra/forráðamenn sem hafa gengið með barnið sitt í burðarpoka og vilja halda áfram í skemmtilegum hóp
  • Börn frá 1 mánaða aldri til 3 ára. Athugið að ekki er mælt með að börn yngri en 6 mánaða séu í göngupoka á bakinu en það er alveg sjálfsagt að skrá sig ef ykkur langar að taka þátt með börnin í magapoka framan á líkamanum.

Námskeið hefjast aftur í maí 2025

Í upphaf námskeiðsins er fræðslufundur þar sem farið verður yfir helstu atriði sem er gott að hafa í huga þegar gengið er með barn í burðarpoka. Ekki er gert ráð fyrir börnum á fundinum en jafnframt er hægt að gera undantekningu ef óskað er eftir því. Fræðslufundurinn fer fram í Laugalækjarskóla en einnig er hægt að fylgjast með heiman frá, ég hvet ykkur hins vegar að sækja fundinn ef þið getið.

Göngurnar eru um 2-5 km að lengd og taka frá 40 mínútum upp í 1,5 klst.  Þær fara fram kl 10:00 á miðvikudags-/sunnudagsmorgnum, dagskrá kemur síðar.

Ef veðurspá er óhagstæð getur verið að það þurfi að færa gönguna um dag.

 

VERÐ

  • 9500 kr. fyrir 1 fullorðinn + barn

ATHUGIÐ

  • Þátttakendur verða að koma sér sjálfir á staðinn
  • Þátttakendur verða að útvega sér burðarpoka sjálfir hvort sem það er magapoki framaná eða göngupoki á bakið.
  • Fjallasól áskilur sér rétt til að sameina námskeið ef ekki næst lágmarks þátttaka.
  • Fjallasól áskilur sér rétt til að breyta dagskrá (t.d. vegna veðurs)
  • Þátttakendur fá einnig að ganga með gönguhópi Fjallasólar sér að kostnaðarlausu
  • Endilega kynnið ykkur skilmála Fjallasólar fyrir kaup á ferð/námskeiði

Myndir frá fyrri námskeiðum

Umsagnir frá þátttakendum

Mæli heilshugar með þessu námskeiði. Tanja heldur svo vel utan um allt og svo skemmtilleg stemning sem myndast í göngunum. Klárlega besta ákvörðun sem ég tók í fæðingarorlofinu

Sædís

Mæli svo mikið með þessu námskeiði ef maður vill prófa eitthvað nýtt og koma sér af stað í hreyfingu! Ég varð mjög örugg með strákinn minn í pokanum og við gátum notið náttúrunnar saman. Vel skipulagt og frábær félagsskapur í fæðingarorlofinu!

Þuríður Marín

Get ekki mælt meira með þessum námskeiðum. Allt svo vel skipulagt, frábær félagsskapur og skemmtileg leið að brjóta uppá daginn. Mæli með fyrir alla sem vilja komast út og kynnast náttúrunni á annan og skemmtilegan hátt.

Auðbjörg

Mér fannst ég læra mikið og öðlast öryggi í því að ganga með barn í göngupoka

Hildur